Knowledgebase: Students ( Nemendur )
(Software) Púki fyrir nemendur
Posted by Baldur Ingi Ólafsson on 13 August 2018 12:35 PM

Nemendur Háskólans í Reykjavík fá Púka ritvilluvörn á sérkjörum, eða 4.900 kr. í stað 7900.

Þetta er ein greiðsla, hugbúnaðurinn er til eignar þar til uppfært er í nýjan Office pakka.
Þá þarf að uppfæra Púkann. Þessi sérkjör gildir fyrir þær tölvur sem á einu
heimili /námsmannaíbúð eru, að hámarki 5 vélar.

Púkinn er til bæði fyrir PC og Mac.

Púki fyrir PC: leiðréttir í Office 2016 og eldri Office pökkum.

Púki fyrir Mac: leiðréttir í Office 2011, 2016, Pages 4, OpenOffice  (LibreOffice 4.1.4,
Apache OpenOffice 4.0.1) Textedit og þeim forritum sem styðja svokallaðan kerfislægan yfirlestur.

Heimasíða Púkans er www.puki.is en á henni eru allar upplýsingar um báðar útgáfur hans,
þ.e. Púka fyrir PC og Mac.

Þeir nemendur sem vilja kaupa púkann senda póst frá RU netfangi (notandi@ru.is)
á sala@puki.is með nafni, kennitölu ásamt hvort hann sé fyrir PC eða Mac.

Pöntunin er þá afgreidd og notandi fær sendann tölvupóst með hlekk til að niðurhala þeim Púka sem pantaður er,
ásamt handbók hans sem geymir ýmsan fróðleik um notkun Púkans.

Notandi fær síðan senda rukkun inná heimabanka viðkomandi.

 

Ef nemandi lendir í vandræðum með Púkann þá erum við með fulla þjónustu til staðar. Símtal, 561-7273 eða að senda pósta á sala@puki.is
(1 votes)
This article was helpful
This article was not helpful

Help Desk Software by Kayako Fusion